Guðbjörg Ringsted sýnir í Safnahúsinu á Húsavík

Eitt af verkum Guðbjargar Ringsted sem verður á sýningunni.
Eitt af verkum Guðbjargar Ringsted sem verður á sýningunni.

Þá og nú er yfirskrift málverkasýningar sem Guðbjörg Ringsted opnar laugardaginn  27.maí  í Safnahúsinu á Húsavík. Sú yfirskrift er bæði vísun í gamla og nýja tíma sem og að á sýningunni verða verk frá árinu 2012 fram til dagsins í dag sem sýna þá þróun sem verið hefur á málverkum Guðbjargar þennan tíma. Sem fyrr leitar Guðbjörg í smiðju gamalla blómamynstra frá íslenska kvenþjóðbúningnum, en hún finnur þeim nýstárlegan farveg í málverkum sínum.

Þetta er 32. einkasýning Guðbjargar en hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982.

Guðbjörg var bæjarlistamaður Akureyrar 2012-2013.

 Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá 27. maí til 31. júlí 2017.

 

Nýjast