Grunnskólar hefjast

Eva Hrund Gísladóttir nemandi í 5. bekk í Giljaskóla gerir klárt fyrir veturinn. Mynd/Þröstur Ernir.
Hátt í 300 börn hefja nám í 1. kekk grunnskóla á Akureyri en flestir skólar bæjarins voru settir í dag.
Heildarfjöldi nemenda er um 2.650 í alls tíu skólum. Fjölmennustu skólarnir eru Brekkuskóli og Lundarskóli en á milli 470-480 nemendur eru í hvorum skóla. Fámennastur er hins vegar Grímseyjarskóli með 13 nemendur.