Grunaður um fíkniefnaakstur

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ungan ökumann um 10 leytið í gærkvöld sem grunaður er um fíkniefnaakstur. Maðurinn var staddur á Glerárgötu er lögreglan varð hans var. Þá kom einnig í ljós að maðurinn er án ökuréttinda. Hann var handtekinn á staðnum og blóðsýni tekinn og send til rannsóknar. Að sögn varðstjóra var nóttin róleg að öðru leyti á Akureyri.

Nýjast