Grindvíkingar lögðu Þórsara örugglega að velli
Grindavík fagnaði öruggum sigri gegn Þór í kvöld er liðin mættust á Grindavíkurvelli í sjöttu umferð
Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 4:1. Heimamenn höfðu 3:0 forystu í hálfleik með mörkum frá þeim Robbie Winters,
Yacine Si Salem og Jóhanni Helgasyni. Alexander Magnússon bætti fjórða marki Grindvíkinga við í seinni hálfleik áður en Ingi
Freyr Hilmarsson minnkaði muninn fyrir Þór undir lok leiksins.
Eftir leikinn er Þór áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, en Grindavík er í áttunda sæti með sjö stig.
Tveir aðrir leikir fóru fram í Pepsi-deildinni í kvöld, FH vann Stjörnuna 3:0 og Fylkir lagði Keflavík 2:1.