Grillskáli gjörónýtur eftir eldsvoða
Eldur kviknaði í grillskála N1 á Þórshöfn rétt fyrir fjögur í nótt. Talið er að húsið sé gjörónýtt. Sagt er frá því á mbl.is að slökkviliðmenn hafi lagt sig í talsverða hættu við að koma olíutanki og gaskútum af vettvangi.
Þá kemur fram að framkvæmdir hafi staðið yfir vip grillskálann að undanförnu og stór olíutankur hafi erið sataðsettur við húsið af þeim sökum. Slökkviliðinu tókst að koma honum undan og kæla en á meðan hafi nokkrir gaskútar sprungið inni í húsinu.
Engan sakaði í eldsvoðanum en mikill svartur reykur lá yfir þorpinu fram á morgun.