Grenivíkurskóli fékk Grænfánann í þriðja sinn

Tveir nemendur í 10. bekk, þau Atli Birgir Benediktsson og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, fengu þau það …
Tveir nemendur í 10. bekk, þau Atli Birgir Benediktsson og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, fengu þau það hlutverk að flagga fánanum.

Grenivíkurskóli fékk Grænfánann í þriðja sinn á dögunum, hann var afhentur á hátíðarsamkomu í tengslum við 30 ára afmæli skólabyggingarinnar. Nemendur í Grenivíkurskóla eru 61 talsins í vetur.  Mikil áhersla er lögð á umhverfismennt í Grenivíkurskóla og eru nemendur í 1.-8. bekk í útiskóla einu sinni í viku.

Starf skólans byggir á leiðarljósum skólastefnu Grýtubakkahrepps; Hugur, hönd og heimabyggð. Skólaheit Grenivíkurskóla er:  ,,Ég kem í skólann til að læra og gera mitt besta”.  Í skólaheitinu felst að skólinn leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.  Áhersla er lögð á að nýta námstímann vel og að allir geti nýtt hæfileika sína til fulls.

Skólanum bárust fjölmargar gjafir í tilefni dagsins en má þar nefna að Sænes ehf. gaf skólanum fótboltaspil og Kvenfélagið Hlín og Karlfélagið Hallsteinn færðu skólanum Skólahreystigræjur.

Nýjast