Greinir á um aðkomu Alþingis að lokun neyðarbrautarinnar
Umræður um lokun neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli fóru fram á bæjarstjórnarfundi Akureyrar sl. þriðjudag. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir umræðunni vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms Reykjavíkur um að neyðarbrautinni skyldi lokað í haust.
Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun þar sem m.a. kom fram að málið þurfi að hafa algjöran forgang á Alþingi. Einungis bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna samþykktu bókunina en bæjarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og L-lista lögðu
fram aðra bókun en þar var ekki gerð krafa um aðkomu Alþingis að þessu máli.
Nánar er fjallað um málið í prentgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 23. júní