Greiðslufrestur rennur út í dag
Fulltrúar Eyþings Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum gana í dag á fund Hönnu Birnu Kristjánsdóttur samgönguráðherra, vegna stöðunnar sem upp er komin í almenningssamgöngum á svæðinu.Eyþing átti að greiða verktakanum sem sér um áætlunarferðrnar 4 milljónir króna í gær, en þeir peningar eru ekki til að sögn Geirs Kristins Aðalsteinssonar formanns Eyþings. Hann segir að verktakinn hafi veitt greiðslufrest til dagsins í dag. Geir Kristinn vonar að línur skýrist á fundinum í dag.
Karl eskil @vikudagur.is