Grátt í fjöllum norðanlands

Gömul mynd af vef vegagerðarinnar.
Gömul mynd af vef vegagerðarinnar.

Það hefur snjóað talsvert í fjöll á norðan- og norðvestanverðu landinu í nótt og má búast við að veður og færð á milli landshluta Norðvestur- og Norðanlands verði ekki með besta móti fram eftir morgni, gera má ráð fyrir snjókomu og skafrenningi. Það dregur úr norðvestanáttinni og úrkomunni þegar líður fer á daginn.

Á morgun snýst í austlægari norðanátt og annað kvöld þykknar upp með slyddu eða rigningu víða á austanverðu landinu.

Það hlýnar rétt aðeins í bili, en spáin út vikuna gerir hinsvegar áfram ráð fyrir svölu lofti, norðanátt og slyddu eða snjókomu víða norðanlands. 

Nýjast