Grand Princess lagðist við höfn Akureyrar í dag

Hið gríðarlega fallega og jafnframt eitt stærsta, ef ekki það stærsta, skemmtiferðaskip sem siglt hefur um Íslandsstrendur í sumar, Grand Princess, lagðist við höfn Akureyrar í morgun og stoppaði í nokkrar klukkustundir.

Mikið líf var við höfnina þann tíma enda mikill fjöldi manns sem ferðast með skipinu eða 2750 farþegar ásamt 1050 manna áhöfn, auk þess sem fjöllistahópurinn, Skapandi sumarstörf, tók á móti gestum skemmtiferðaskipsins eins og þeim einum er lagið. 

Nýjast