Grá fjöll í Eyjafirði

Fjöllin í Eyjafirði voru mörg hver grá í morgun, en gráa slæðan hverfur líklega er líður á daginn. Hiti fór víða undir frostmark í nótt og morgun fyrir norðan og klukkan sjö í morgun var um frostmark á Öxnadalsheiði. Nokkuð hvasst var á Akureyri í nótt og fuku lausir hlutir um koll, til dæmis trampolín. Lögreglan hvetur fólk til að huga að lausum hlutum, sem geta fokið.

Nýjast