Gott veður og EM-æði stóreykur sölu á grillmat

Fastlega má búast við því að þorri landsmanna tendri grillin í kvöld þegar Ísland og England mætast á EM.
Ólafur Már Þórisson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði segir kjötsölu á Norðurlandi í byrjun sumars hafa stóraukist á milli ára. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við Norðlendinga það sem af er sumri en gott tíðarfar í bland við EM-æði landans hefur haft jákvæð áhrif á
sölu á grillmat. Rætt er við Ólaf Má í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 23. júní