Gönguvika á Akureyri og í nágrenni hefst um helgina

Um helgina hefst rúmlega vikulöng dagskrá á Akureyri og í Eyjafirði þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru hafðar í hávegum. Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélagsins Hörgs. Þetta er þriðja árið í röð sem gönguvikan er haldin og fór þátttaka í fyrra fram úr björtustu vonum í fyrra.  

Eftirfarandi göngur eru í boði þessa daga:

Sunnudagur 3. júlí: Glerárdalsbotn, Jökulborg að Kerlingu

Leggur tvö í Glerárdalshringnum. Erfið en stórkostleg leið úr Öxnadal upp á Jökulborg og þaðan eftir fjallatoppum fyrir botni Glerárdals að Kerlingu, samtals 6 tindar. Endað við Finnastaði í Eyjafirði. Brottför kl. 8.00. Verð kr. 15.000. Ferð á vegum Naturalis.

Sunnudagur 3. júlí: Glerárdalur, Lambi-Tröllin

Gengið frá bílastæði við Súluveg eftir stikaðri leið inn í Lamba, vaðið yfir Glerá og heilsað upp á hin stórfenglegu Tröll. Um 8-9 klst. ferð. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð kr. 2.000 / kr. 1.500. Brottför frá Ferðafélagi Akureyrar (FFA) kl. 8.00.

Mánudagur 4. júlí: Hlíðarfjall

Kvöldganga. Farið frá Strandgötu 23 (FFA), kl. 19.00. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.

Þriðjudagur 5. júlí: Þverbrekkuhnjúkur í Öxnadal og Hraunsvatn

Farið verður upp úr Öxnadal og gengið að austan upp á hnjúkinn og svo niður í Vatnsdal að Hraunsvatni. Brottför kl. 9.00. Verð 5.000. Ferð á vegum Naturalis.

Þriðjudagur 5. júlí: Ystuvíkurfjall

Kvöldganga. Farið frá Strandgötu 23 (FFA), kl. 19.00. Fararstjóri: Roar Kvam. Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.

Miðvikudagur 6. júlí: Haus / Staðarbyggðarfjall

Kvöldganga. Farið frá Strandgötu 23 (FFA), kl. 19.00. Fararstjóri:Una Sigurðardóttir. Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.

Fimmtudagur 7. júlí: Kjarni / Hvammsland

Kvöldganga. Farið frá Strandgötu 23 (FFA), kl. 19.00. Fararstjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.

Föstudagur 8. júlí: Skólavarðan í Vaðlaheiði

Kvöldganga. Farið frá Strandgötu 23 (FFA), kl. 19.00. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.

Laugardagur 9. júlí: Glerárdalshringurinn - 24 tindar

Gengið er á 24 tinda um 45 km leið með um 4.500 m gönguhækkun. Reikna má með um 20-28 klst. í gönguna. Nánari upplýsingar m.a. varðandi skráningarfrest á www.24x24.is undir Hringurinn.

Sunnudagur 10. júlí: Flöguselshnjúkur í Hörgárdal

Ferðafélagið Hörgur. Brottför frá FFA kl. 8.00 eða Staðarbakka kl. 9.00. Um 5-6 klst. ganga. Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson.

Gönguferðirnar eru á vegum ýmissa aðila. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar hjá þeim sem skipuleggja hverja göngu fyrir sig. http://www.visitakureyri.is/, http://www.ffa.is/, http://www.horgur.123.is/, http://www.24x24.is/, http://www.naturalis.is/,

Nýjast