Göngum í Hörgársveit frestað
Fjallskilanefnd Hörgársveitar ákvað á fundi sínum nýlega, að höfðu samráði við fjallskilastjóra
nágrannasveitarfélaga, að fresta göngum í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðudeild niður að Syðri-Tunguá um viku frá
fyrri ákvörðun nefndarinnar. Fyrstu göngur verða því þar frá miðvikudeginum 14. september til sunnudagsins 18. september og seinni göngur
viku síðar.
Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að heyskapur er mun seinni en verið hefur undanfarin ár og einnig verða yfirborganir sláturleyfishafa þær sömu í vikum 37 og 38, en gert var ráð fyrir verulegum mun milli þessara vikna í fyrri ákvörðun nefndarinnar. Í Arnarnesdeild og Skriðudeild fram að Syðri-Tunguá gildir fyrri ákvörðun nefndarinnar að því undanskildu að seinni göngur á Tungudölum fylgja fremri svæðunum, þar verður því hálfur mánuður milli gangna, segir á vef Hörgársveitar.