Göngugötunni lokað fyrir bílaumferð
Tillögur vinnuhóps um lokanir í miðbæ Akureyrar yfir sumartímann voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og taka gildi um mánaðarmótin. Göngugatan verður lokuð almennri bílaumferð milli klukkan 11 og 17 alla daga í júlí en í ágúst verður lokað fyrir almenna umferð fimmtudaga til laugardaga milli klukkan 11 og 17. Heimilt verður að loka Listagilinu fyrir almennri umferð milli klukkan 14 og 17 þegar um listviðburði er að ræða. Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentúgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 16. júní