Gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir.

Gásasvæðið/mynd Hörður Geirsson
Gásasvæðið/mynd Hörður Geirsson

Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði?  Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.  

Miðaldakaupstaðurinn er vel skrásettur í rituðum heimildum og fornleifarannsóknir hafa bæði staðfest það sem þar stendur og varpað nýju ljósi á þennan forna verslunarstað.

Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Sigrún Birna Óladóttir. Ekkert þátttökugjald.

Gásir er 11 km norðan við Akureyri, afrein við Hlíðarbæ af þjóðvegi 1.

Nýjast