Gönguferð með leiðsögn um elsta bæjarhluta Akureyrar

Minjasafnið á Akureyri býður upp á gönguferð með leiðsögn laugardaginn 30. júlí kl. 14.00. Farið verður í fótspor feðranna og gengið um elsta bæjarhluta Akureyrar,  Fjöruna, gömu Akureyri og allt norður að Torfunefi.  Gangan hefst við Minjasafnið og endar í Sigurhæðum, húsi þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, þar sem boðið verður upp á hressingu.  

Leiðsögumaður er Gísli Sigurgeirsson Innbæingur og sögumaður með meiru. Gangan tekur um 1,5 klst. Ekkert þátttökugjald. Hér er tilvalið tækifæri til að fræðast um sögu elsta bæjarhluta Akureyrar og áhugaverða einstaklinga sem þar hafa búið í gegnum tíðina.

Nýjast