Anna Hildur segir að starfsemin á Akureyri sé mjög þörf og mikilvæg í þessum landshluta en hún hefur verið að taka yfir 2000 viðtöl á ári. Heildarkostnaður við reksturinn á Akureyri er um 15 milljónir króna á ári. Ríkisvaldið hefur dregið úr fjárframlagi til reksturs SÁÁ, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafa einnig kippt að sér höndum, varðandi styrki. Nú stendur yfir endurskipulagning á starfsemi SÁÁ og segir Anna Hildur að megináherslan sé lögð á að standa vörð um Vog í Reykjavík og eftirmeðferðarstöðina.