Göngin rúmlega 72% af heildarlengd

Notaður borvagn af gerðinni Sandvik D1130 verður notaður til að bora Fnjóskadalsmegin en
samskonar …
Notaður borvagn af gerðinni Sandvik D1130 verður notaður til að bora Fnjóskadalsmegin en samskonar bor hefur verið notaður Eyjafjarðarmegin undanfarið.

Vaðlaheiðargöng lengdust um 35.5 m síðustu viku og er samanlögð lengd ganganna orðin 5. 234 m sem er um 72,6 % af heildarlengd. Á Facebook-síðu ganganna segir að aðstæður séu svipaðar og hafa verið síðustu vikur; minniháttar bergþéttingar, setlög ofarlega í veggjum sem þýðir meiri styrkingar. Áfram unnið að undirbúningi fyrir röraþak í Fnjóskadal og þar á meðal er verið að útbúa borvagn með sérbúnaði fyrir röraborun.

Nýjast