Golfvöllurinn að Jaðri opnaður að hluta

Golfvöllurinn að Jaðri. Mynd: Hörður Geirsson.
Golfvöllurinn að Jaðri. Mynd: Hörður Geirsson.

Ekkert lát er á veðurblíðunni norðan heiða og nú hefur verið ákveðið að opna golfvöllinn að Jaðri á Akureyri að hluta til. Völlurinn var opnaður kl. 10 í morgun og geta kylfingar leikið 8 holur á syðri vellinum. Um er að ræða brautir 10 – 18 að 14 braut undanskilinni, sem er lokuð. Opnað var inn á flatir 10, 13 og 17 en á öðrum brautum eru vetrarholur.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar verður haldinn golfskálanum að Jaðri fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 20:00. Aðalfundarstörf eru hefðbundin en kjósa þarf nýjan formann GA, þar sem Halldór Rafnsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Halldór hefur verið formaður klúbbsins í um átta ár og telur nú nóg komið.

 

 

Nýjast