Gögn Greiðrar leiðar á leið til Vegagerðarinnar

"Þetta er allt saman í farvatninu, við erum að leita allra leiða til að koma verkefninu á framkvæmdastig," segir Kristján L. Möller samgönguráðherra um  fyrirhuguð Vaðlaheiðagöng.  Hann segir að einhvern næstu daga muni verða gengið frá kaupum á gögnum Greiðrar leiðar ehf. til Vegagerðarinnar.  

Samgönguráðherra segist sannfærður um að nú séu að skapast þær aðstæður að unnt verði að hefja á ný framkvæmdir við gerð jarðganga, en svo hafi ekki verið þegar vextir og verðbólga voru í hæstu hæðum.  "En það er að verða breyting á og við sjáum fram á betri tíma."  Kristján segir að hann sé vongóður eftir góða fundi með hugsanlegum  fjárfestingaraðilum að undanförnu og segir að innan tíðar muni hjól fara að snúast.

Nýjast