Góður árangur UMSE á Bætingsmóti

Bætingsmót UMSE og UFA var haldið í 5. sinn á Laugum þann 21. maí sl. Á mótinu kepptu níu krakkar í sleggjukasti frá UMSE. Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í flokki 12 ára stelpna þegar hún kastaði sleggjunni 24, 22 m.

Þá stóð Þorsteinn Ægir Óttarsson sig einnig vel á mótinu en hann keppti í flokki 13- 14 ára drengja. Þorsteinn kastaði sleggjunni lengst 38, 29 m sem er annar besti árangur frá upphafi í þessum aldursflokki.

Nýjast