Heimsmeistaramóti unglinga á skíðum í Roccaraso á Ítalíu lauk í gær og stóðu íslensku keppendurnir sig vel á lokadeginum. Keppt var í svigi drengja í gær, en aflýsa varð brunkeppni hjá stúlkum vegna veðurs, en Helga María Vihjálmsdóttir var skráð til keppni í bruni. Einar Kristinn Kristgeirsson varð í 36. sæti, Magnús Finnsson varð í 39. sæti, Arnar Geir Isaksson í 40. Sæti og Unnar Már Sveinbjarnarson varð í 51. sæti. Aðstæður til keppni voru slæmar en brautin grófst strax eftir fyrstu keppendur og skyggni var lítið sem ekkert. 143 keppendur hófu keppni en einungis 62 náðu að ljúka.