Góður árangur á Special Olympics
Þau Jón Gunnar Halldórsson og Elísabet Þöll Hrafnsdóttir frá Sundfélaginu Óðni gerðu fína hluti á Ólympíuleikum fatlaðra (Special Olympics) sem fram fóru í Aþenu í Grikklandi og lauk sl. mánudag.
Jón Gunnar vann gullverðlaun í 100 m fjórsundi og bronsverðlaun í 100 og 200 m bringusundi. Þá keppti hann í 4x50 m skriðsundi fyrir Íslands hönd og vann sveitin til bronsverðlauna. Einnig náði hann lágmörkum fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í haust.
Elísabet Þöll gerði sér lítið fyrir og vann tvenn gullverðlaun, í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi. Keppendur mótsins voru um 7.000 talsins frá 180 þjóðum.