Góður árangur á EM

Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson.

Keppendur frá UFA náðu fínum árangri í Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum sem fram fór í Slóvakíu sl. helgi. Hafdís Sigurðardóttir varð í öðru sæti í 100 m hlaupi og í þriðja sæti í 400 m hlaupi. Þá varð hún í fjórða sæti í langstökki og hafnaði í öðru sæti í báðum boðhlaupunum. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í öðru sæti í 200 m hlaupi á persónulegi meti en hann kom í mark á tímanum 21,60 sek. Kolbeinn hafnaði í fimmta sæti í 100 m hlaupi og var nálægt sínum besta tíma.

Bjarki Gíslason keppti í þrístökki og hafnaði í áttunda sæti af fimmtán keppendum, en hann stökk 14,20 m. Rakel Ósk Björnsdóttir keppti í kringlukasti og endaði í tólfta sæti af fjórtán keppendum en hún kastaði 30,56 m.

Nýjast