Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-16. Um klukkan ellefu í morgun var -4°C, og hægur vindur og skíðaaðstæður góðar. Þá er skíða- og brettaskóli frá kl. 10-14.
Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samkomulag þess efnis í dag og skoðuðu byggingarstaðinn ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn, öldungaráði og stjórn félags eldri borgara á Akureyri.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn, í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi.
Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri mánaðarmótin júli, ágúst n.k. Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.
Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY er 25 ára á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst í afmælishófi í húsakynnum SÍMEY á Akureyri í gær. Afmælishófið var í beinu framhaldi af ársfundi SÍMEY fyrir árið 2024 en þar kom fram að starfsemin hafi gengið mjög vel á liðnu ári og reksturinn hafi skilað rúmlega 10 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu.
Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og hefur störf í júní. Viðamikil reynsla Hjördísar sem stjórnanda kemur að góðum notum við yfirstandandi stækkun gagnaversins sem kallar bæði á aukinn mannafla og eykur þjónustu þess. Meðal verkefna Hjördísar verður að tryggja farsæla innleiðingu nýrra viðskiptavina atNorth og sjá til þess að hæsta þjónustustig fyrirtækisins verði ávallt uppfyllt.
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, segir frá því á Facebook síðu sinni að hann þurfi að taka sér frí frá störfum og að hann væri á leið á Vog í áfengismeðferð
Í tilkynningu á vefsíðu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í dag er sett fram hörð gagnrýni á fréttaskýringu Ríkisútvarpinu sem var sett fram í þættinum, Þetta helst síðasta mánudag og í grein á vefsíðu fjölmiðilsins á miðvikudag.