Góð endurkoma hjá Dalvík/Reyni

Dalvík/Reynir og Höttur gerðu 2:2 jafntefli á Dalvíkurvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn lentu 0:2 undir en áttu góða endurkomu og tryggðu sér mikilvægt stig.

 

Elvar Ægisson og Friðrik Ingi Þráinsson skoruðu mörk Hattar en þeir Elvar Lúðvík Guðjónsson og Hermann Albertsson jöfnuðu leikinn fyrir Dalvík/Reyni. 

Höttur er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki, en Dalvík/Reynir hefur átta stig í þriðja sæti eftir fimm leiki.

Stöðuna í deildinni má sjá hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=23428

Nýjast