02. júní, 2009 - 14:04
Fréttir
Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar var 15,7% á árinu 2008 en hrein raunávöxtun neikvæð um 0,56%, sem er
mun betri afkoma en margir aðrir sjóðir hafa sýnt að undanförnu. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem var haldinn miðvikudaginn 27.
maí s.l. Á fundinum var lagður fram ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2008.
Fram kom í máli Kára Arnórs Kárasonar framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs, en Stapi sér um rekstur LSA, að afkoma
ársins sé góð í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir fjármálamarkaðinn á liðnu ári.
„Það hefur verið stefna sjóðsins að reka afar varfærna fjárfestingarstefnu og óhætt að segja að það hafi
skilað sér“ segir Kári Arnór. Raunávöxtun var rétt neðan við núllið en vegið meðaltal raunávöxtunar
lífeyrissjóða, með ábyrgð launagreiðenda, var neikvætt um 21,6% á árinu 2008. „Við erum því að koma mun betur
út en meðalsjóðurinn og getum verið sátt þrátt fyrir allt“ sagði Kári Arnór að lokum.