Steinunn Aðalbjarnardóttir, forstöðumaður kennslusviðs, segir aðsóknina í skólann vera vonum framar. "Við erum með 266 skráningar frá 142 nemendum. Mest var sótt í námskeið hjá viðskiptadeild enda var þar mesta framboðið. Þetta er heldur meira en við bjuggumst við og þetta mun standa undir sér," segir Steinunn. Sumarnámið hefst 3. júní nk. og teygja námskeiðin sig flest yfir allt sumarið og þeim lýkur með prófum í ágúst.