Glögg merki faraldursins á starfsemi SAk

Starfsemin á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) tímabilið janúar til september ber þess glögg merki hver áhrif faraldursins hafa verið til þessa. Miðað við sama tímabil á síðasta ári fækkaði komum á dag- og göngudeildir um 10%. Komur á bráðamóttöku voru um 13% færri og skurðaðgerðum fækkaði um 26%. Fæðingar voru 291 sem sami fjöldi og á fyrra ári. Þá fækkaði legudögum um 10% og rannsóknum fækkaði á bilinu 6-18%. Þetta kemur fram á vef Sjúkrahússins.


Athugasemdir

Nýjast