Gleðin sem gjöf

Gleðin sem gjöf er ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur í kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Sýningin stendur fyrir virðingu og lífsgleði með það í huga að vekja fólk til umhugsunar um virðingu fyrir þeim sem eldri eru og lífsgæðum þeirra. Ljósmyndasýningin er sett upp í samstarfi við Helgu Möller söngkonu í tilefni flutnings hennar á  laginu Tegami-bréfið í Akureyrarkirkju sunnudaginn 19. júní sl. Um samstarf Steinunnar og Helgu segir í tilkynningu:

„Sameiginlega vinnum við með hugtakið virðing og viljum vekja athygli á lífsgæðum eldri borgara, mikilvægi þess að finna gleðina sama hvernig lífið leikur okkur og vekja fólk til umhugsunar um hvernig við getum öll átt þátt í að veita gleði“. Sýningin er einnig hluti af Listasumri 2016 á Akureyri sem lýkur þann 31. ágúst. Ljósmyndaverkin 14 eru hluti af seríu sem telur 64 andlitsmyndir sem Steinunn hefur unnið vegna Inside Out Project og verður sett upp í Búðardal í júlí 2016.

 

Nýjast