Gleðin er við völd á Mærudögum á Húsavík

Menn gerast varla glaðlegri og myndin er lýsandi fyrir Mærugleðina í bænum. Mynd: JS
Menn gerast varla glaðlegri og myndin er lýsandi fyrir Mærugleðina í bænum. Mynd: JS

Bæjar- og fjölskylduhátíð Húsvíkinga, Mærudagar, stendur nú yfir og margt í boði í bænum. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn í gærkvöldi, duggunarlítill úði dró úr aðsókn í skrúðgöngurnar en svo fjölgaði þegar leið á kvöldið þegar skall á drottins dýrðar koppalog. Og um 600 manns mættu á Hlöðuball í Reiðhöllinni þar sem 76 Mafían og Birgitta Haukdal léku og sungu.

Í kvöld eru svo Mærutónleikar á Hátíðarsviðinu á hafnarstétt þar sem fram koma, Söngvaborg, Aron Brink, Aron Can og The Hefners. Flugeldasýning verður á svæðinu og tónlist á pöbbum fram á rauðanótt. JS

Nýjast