Gleðileg jól

Fjöldi fólks var í Kirkjugarðinum á Akureyri í dag.
Fjöldi fólks var í Kirkjugarðinum á Akureyri í dag.

Það er bæði fallegt og jólalegt á Akureyri þessa stundina og ágætis veður. Fjöldi fólks hefur verið á ferðinni frá því í morgun, sumir hafa verið að ljúka við að versla og aðrir að keyra út pakka og jólakort. Þá fer jafnan fjöldi fólks að leiðum ástvina sinna í Kirkjugarðinum á Akureyri og þar var töluverð umferð um hádegisbil í dag. Eftir snjókomuna í nótt skartar trjágróðurinn sínu fegursta og ekki skemma jólaljósin fyrir.

Ljósmyndari Vikudags fór á rúntinn í hádeginu og tók þá meðfylgjandi myndir, sem hægt er að skoða stærri með því að smella á þær. Starfsfólk Vikudags sendir áskrifendum sínum, viðskiptavinum, öðrum lesendum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Jafnframt er fólk hvatt til að taka mark á veðurfræðingum, björgunarsveitarfólki og vegagerðarfólk, sem skora á landsmenn að kynna sér færð á vegum og veðurútlit áður en lagt er af stað.

 

 

Nýjast