24. júní, 2009 - 21:22
Fréttir
Þórs/KA stúlkur unnu glæsilegan 2-1 sigur á KR nú í kvöld er liðin mættust á Akureyrarvelli í Pepsi- deild kvenna í
knattspyrnu, en þetta er í fyrsta skipti sem Þór/KA sigrar KR í deildarleik. Heimastúlkur í Þór/KA fengu óskabyrjun í leiknum
er Silvía Rán Sigurðardóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu strax á 4. mínútu leiksins og kom heimastúlkum yfir.
Mateja Zver bætti öðru marki Þórs/KA við á 16. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.
KR-stúlkur náðu að minnka muninn með marki á 85. mínútu en nær komust þær ekki og lokatölur 2-1 sigur
Þórs/KA. Glæsilegur og langþráður sigur hjá heimastúlkum á KR-ingum. Eftir níu umferðir er Þór/KA í
fjórða sæti deildarinnar með 16 stig.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.