Síðari hálfleikur var æsispennandi allan tímann, mikið var um brottrekstra enda spiluðu bæð lið harðar varnir með markverði sína í bana stuði fyrir aftan. Þegar 15 mín voru til leiksloka hafði Akureyri yfir 18-17.
Næstu mínútur voru hreint ótrúlegar og fullyrðir blaðamaður að ef gefa á út kennslumyndband í varnarleik þá nægi að fyrir menn að horfa á þessar mínútur hjá Akureyri í vörninni sem og reyndar megin part leiksins. Valsmenn skoruðu ekki nema þrjú mörk gegn sex frá Akureyri á næstu 14 mínútum og kom eitt þeirra úr víti. Akureyri var því með unnin leik í höndunum þegar 1 mínúta var til leiksloka og staðan 24-20. Þeir slökuðu aðeins á síðustu mínútuna og Valsarar skoruðu tvö mörk en það var langt frá því að duga til að setja spennu í leikinn, Akureyringar fögnuðu gríðarlega góðum sigri að leikslokum með áhorfendum sínum sem voru 800 talsins og frábærir í kvöld. Lokatölur 24-22.
Varnarleikur Akureyrar í leiknum var hreint út sagt ótrúlegur og þar fyrir aftan var markvörðuinn Hafþór Einarsson í heimsklassaformi með 27 varin skot og þar af tvö víti. Sóknarlega spilaði liðið skynsamlega en að öðrum ólöstuðum var hinn ungi og bráðefnilegi Oddur Gretarsson manna bestur þar og skoraði hann 7 mörk.
„Við spiluðum stórkostlega vörn og þegar maður hefur svona vörn þá fylgir markvarslan alltaf með sagði Hafþór Einarsson, hógvær eftir leikinn. Hann sagðist ekki muna hvort þessi leikur sé hans besti á ferlinum ,,uss það er svo langt síðan fyrri hluti ferilsins var, þú mátt ekki spyrja svona!“ sagði Hafþór og hló. Hann sagði svo að lokum; „leikgleðin hjá okkur og þessi frábæri stuðningur og meðbyr sem við fáum frá öllum Akureyringum er með ólíkindum og það skilar sér.“
Línumaðurinn þrautreyndi, Þorvaldur Þorvaldsson þakkar andanum í liðinu og áhorfendum velgengni liðsins í síðustu leikjum. „Stemmningin í liðinu er að skila okkur þessu, það eru allir að berjast fyrir alla og einhver klikkar er hann bara peppaður upp. Með svona áhorfendur og svona stemmningu er ekki hægt annað en að hrífast með og berjast,“ sagði Þorvaldur.
Er þessi hópur og stemmningin í kringum hann með því betra sem þú hefur séð á 20 ára ferli? „Þessi hópur er einstakur, stemmningin er frábær. En auðvitað eru árin með Alfreð Gíslasyni líka einstök í minningunni. Núna eru hins vegar allir í liðinu frá Akureyri nema Jesper (markvörður) og þarna eru strákar sem voru enn á leiksskóla eða ekki fæddir þegar ég byrjaði að spila en það er eins og við séum allir á sama reiki svo frábær er liðsandinn“ sagði Þorvaldur kampakátur í leikslok.
Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 7, Árni Þór Sigtryggsson 6, Andri Snær Stefánsson 5, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Rúnar Sigtryggsson 1, Gústaf Línberg Kristjánsson 1 og Þorvaldur Þorvaldsson.
Hafþór Einarsson varði 27 skot og þar af tvö víti.
Akureyri er eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki.