Glæsilegar konur á árlegu Hatta og pilsamóti GA
Um 40 konur mættu til leiks í árlegu í Hatta og pilsamóti Golfklúbbs Akureyrar í gær og voru þær hver annarri glæsilegri.
Leikin var 9 holu punktakeppni, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir fæstu puttin, þar sem keppt var um forláta verðlaunagrip sem allar konur vilja eiga. Anna
Freyja Eðvarðsdóttir var svo heppin að fá hann í ár en hún púttaði einungis 14 sinnum.
Mótið vannst á 22 punktum og var það Linda Benediktsdóttir sem fór með sigur af hólmi. Í 2. sæti varð Kristín Björnsdóttir með 20 punkta, í 3. - 6. sæti voru Halla Sif Svavarsdóttir, Halldóra Garðarsdóttir, Unnur Elín Guðmundsdóttir og Unnur Elva Hallsdóttir með 18 og 17 punkta. Að móti loknu var svo mikil veisla í golfskálanum. Sjá stærri mynd undir ljósmyndir.