Gilfélagsgleði í Deiglunni um helgina

Gilfélagsgleði verður haldin í Deiglunni, laugardaginn 21.maí frá kl. 14:00 og stendur frameftir kvöldi!

Kl. 14:00 mun formaður Gilfélagsins hann Guðmundur Ármann Sigurjónsson segja sögu félagsins í stuttu máli og greinir hann frá framtíðasýn og nýrri stefnu og áherslum Gilfélagsins.

Félagið sýnir listaverk sem eru í eigu félagsins og voru gefin af listamönnum frá öllu landinu um það leiti sem félagið var stofnað árið 1991.

Boðið verður uppá léttar veitingar.
Gilfélagið er fyrir alla sem hafa áhuga á eflingu menningar og lista í Listagilinu á Akureyri. /epe

Nýjast