Stjórn Akureyrarstofu samþykkti nýverið að veita styrk að upphæð kr. 100.000 til Gilfélagsins fyrir verkefni sem kallast „Selfie recycling“ og einhverskonar samfélagslegt verkefni og myndlistarsýning fyrir alla aldurshópa. Dagskrain.is spurði Thoru Karlsdottur formann Gilfélagsins nánar út á hvað verkefnið gengi;
„Þessi sýning verður eina helgi. Sýningargestir taka þátt í sýningunni með því að búa til sýnar eigin sjálfsmyndir úr hinu og þessu. Settar verða upp vinnustöðvar þar sem fólk getur klippt til og raðað saman plasti, pappa, og þvílíku og sett saman úr því myndverkið. Það verða 5 myndlistarmenn sem opna sýninguna, sýna sínar sjálfsmyndir og þeir velja síðan skemmtilegustu myndina sem fær endurvinnslusett fyrir flokkun á heimilinu. Þetta er mjög skemmtileg hugmynd þar sem allir geta tekið þátt og tekið síðan selfie á símann sinn, sent á Facebook/Instagram og síðan verður valin skemmtilegasta myndin eins og áður sagði. Með þessari sýningu vill Gilfélagið hvetja til flokkunar á rusli og jafnframt til endurnýtingar. Og að lokum gefa öllum sem koma á sýninguna tækifæri til að taka þátt og minna á að allir geta búið til myndlist úr því sem til fellur,“ segir Thora.
Stefnt er á að sýningin og vinnustofan fari fram um Verslunarmannahelgina./EPE