Getum verið nokkuð sáttir með árangurinn

„Ég held að við getum verið ánægðir með stígandan í liðinu í seinni umferðinni. Við náum þar 19 stigum sem gerir þriðja besta árangurinn í deildinni. Þannig að það er jákvætt þótt að staðan hefði vissulega ekki verið góð á tímabili. En við sluppum við fallsæti og fórum nógu langt frá því til þess að við værum ekki í hættu í lokin,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA, um gengi liðsins í sumar í 1. deild karla í knattspyrnu. 

KA endaði tímabilið í áttunda sæti deildarinnar með 29 stig og segist Gunnlaugur ágætlega sáttur með þá niðurstöðu.

„Miðað við hvernig staðan var eftir fyrri umferðina er þetta alveg ásættanlegt. Við byrjuðum mótið vel en fórum síðan inn í langa lægð þar sem við náðum ekki nema einum sigri í níu leikjum. Þannig að ég var sáttur með rólið á liðinu þegar leið á mótið. Ég held að miðað við allt og allt, væntingar og annað slíkt, að þá getum við verið nokkuð sáttir með gang mála."

Nánar er rætt við Gunnlaug í Vikudegi í dag um árangur KA í 1. deildinni í sumar.

Nýjast