Gestur Einar snýr aftur með grátt í vöngum

Gestur Einar rifjar upp gamla takta í úvarpinu um helgina og ætlar að koma fólki í gírinn með góðri tónlist. Mynd/Þröstur Erni
Gestur Einar Jónasson, einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar til margra ára, snýr aftur með þáttinn sinn, Með grátt í vöngum, á Akureyrarvöku um helgina. Gestur Einar mun koma sér makindalega fyrir í Gilinu þar sem útvarpsþátturinn fer fram á laugardaginn og spila rokk og ról en þátturinn fer í loftið kl. 17:00. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Rás 2 og einnig sýndur beint á N4. Í Vikudegi sem kom út í gær er rættt við Gest Einar um endurkomuna í útvarpið en hann segist engu hafa gleymt.
-Vikudagur, 25. ágúst.