Gestabókarganga á Geflu
Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir gestabókargöngu næstkomandi sunnudag, 22. maí.
„Fjölskyldan á fjallið“ er landsverkefni UMFÍ, og er liður í verkefninu „Göngum um Ísland“. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á fjöll víðsvegar um landið. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.
Í tengslum við verkefnið verður farið með gestabók á fjallið Geflu, sem er hæsta fjall í Leirhafnarfjallgarði, norðan Kópaskers.
Farinn er vegurinn út á Melrakkasléttu til norðurs frá Kópaskeri um 15 km. Lagt af stað kl. 13:00 frá malarnámu sem er rétt norðan við Leirhafnarvatn.
Fjallið er 205 m hátt og gönguvegalengdin 1,5 km á toppinn. Bókin verður á Geflu í allt sumar og kallar á fólk að koma og skrifa nafið sitt. /epe