"Gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki búið"
Þegar sex umferðum er ólokið í Pepsi-deild karla er Þór í níunda sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum frá fallsæti. Það getur því allt gerst enn og norðanmenn langt frá því að vera búnir að tryggja sæti sitt í deildinni. Þór hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð og á sama tíma hafa liðin fyrir neðan verið að kroppa í stig.
„Við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að þetta er ekkert búið og við erum hvergi nærri hættir,“ segir Hreinn Hringsson í þjálfaraliði Þórs.
„Við þurfum að fara inn í næstu leiki til þess að kroppa í stig. Við viljum frekar tryggja okkur sjálfir en að bíða og sjá hvað gerist.“
Nánar er rætt við Hrein í Vikudegi í dag.