Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningarferlið í stöður sviðsstjóra hjá
Akureyrarbæ en málið var rætt á síðasta bæjarráðsfundi. Áður höfðu verið gerðar athugasemdir við ráðningarferlið í íþróttaráði og framkvæmdaráði.
Akureyrarbær fór í umtalsverðar breytingar á stjórnsýsluháttum bæjarins í haust og sneru breytingar m.a. að því að sameina svið og ráða í fjórar nýjar stöður sviðsstjóra. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að umsagnarferlinu við ráðningu í stöður sviðsstjóra og að ekki hafi verið leitað til nefnda eftir umsögn.
Í bókun Gunnars Gíslasonar á síðasta bæjarráðsfundi segir að í ljósi þessa ákvæðis geri hann alvarlega athugasemd við að bæjarstjóri lagði ákvörðun sína um ráðningu í stöður sviðsstjóra fjársýslusviðs og stjórnsýslusviðs, aðeins fram til kynningar en ekki umsagnar í bæjarráði eins og kveðið er á um í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar. Í bókun bæjarstjóra segir hins vegar að unnið hafi verið eftir öllum reglum. Ítarlegra er fjallað um þetta mál í prentúgáfu Vikudags.