Gentle Giants bauð hæst í Flókahúsið
Fjölmenni var við opnun tilboða í Flókahúsið við Hafnarstétt á Húsavík. Tilboðin voru opnuð í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík kl 16 í dag.
Þrjú tilboð bárust í húsið, frá Sölkusiglingum, 20.100.000 kr., Norðursiglingu, 31.227.600 kr. og Gentle Giants átti hæsta tilboðið, 37.000.000. Fyrirtækin þrjú bjóða öll upp á hvalaskoðunarferðir á Skjálfandaflóa og eru með starfsemi á hafnarsvæðinu. Öllum tilboðunum fylgdi greinargerð um fyrirhugaða starfsemi sem og breytingar á húsinu.
Byggðaráð mun í framhaldinu taka málið til afgreiðslu, segir í tilkynningu.
Vöruskemman við Vallholtsveg var einnig auglýst til sölu en engin tilboð bárust í hana