Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík hefst 1. September en slátrun hjá fyrirtækinu verður með eitthvað breyttu sniði í ár þar sem dregið verður úr slátrun á Höfn og hún aukin á móti á Húsavík. Ástæða þessara breytinga er versnandi afkoma í sauðfjárslátrun eins og kynnt hefur verið á bændafundum Norðlenska og Búsældar í vor.
Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík segir að vel hafi gengið að manna húsið fyrir komandi vertíð en starfsfólk kemur víða að úr heiminum. Húsnæðisekla hefur um nokkurt skeið verið vandamál á Húsavík m.a. vegna mikils vaxtar í ferðaþjónustu. Sigmundur segir að það hafi ekki áhrif hjá Norðlenska: „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Fosshótel, það er það sem bjargar okkur, að öðru leyti værum við ekki að framkvæma neitt held ég,” segir hann.
Áætluð heildar slátrun á Húsavík er um 95 þúsund stk. og eru sláturtíðarlok áætluð föstudaginn 28. október