Gekk fram á látinn ferðamann við Öskju

Mynd: traildino.com
Mynd: traildino.com

Ferðamaður fannst látinn skammt frá Öskju í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík gekk franskur ferðamaður fram á lík mannsins nyrst í öskjunni. Ekkert bendi til að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Lík hins látna var flutt til Húsavíkur og verður síðan flutt áfram  til Reykjavíkur til krufningar. Skilríki fundust á manninum svo vitað er hver hann var og hvaðan. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Nýjast