Gekk berseksgang á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Karl­maður í ann­ar­legu ástandi var hand­tek­inn á fæðing­ar­deild Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri í nótt. Maður­inn kom fyrst inn á biðstofu á slysa­deild og gekk þar ber­serks­gang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkra­húsið og komst inn á fæðing­ar­deild­ina.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Þar segir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri barst til­kynn­ing um mann­inn um klukk­an 3.40 í nótt. Þá hafði hann komið inn á biðstofu á sjúkra­hús­inu, brotið inn­an­stokks­muni og rokið svo út. Þar braut hann rúðu og komst inn á sjúkra­húsið sjálft og gekk þar um ganga þar til hann endaði á fæðing­ar­deild spít­al­ans.

Þar var hann hand­tek­inn og flutt­ur í fanga­klefa. Hann verður yf­ir­heyrður þegar ástand hans lag­ast en maður­inn á við veik­indi að stríða. 

Lög­regl­an seg­ir að eng­inn hafi slasast. 

Nýjast