Geðheilsa í skólum

Vinstri röð: Kristín Káradóttir, Fanný Traustadóttir, Eva Matthildur Benediktsdóttir og Brynja M. Br…
Vinstri röð: Kristín Káradóttir, Fanný Traustadóttir, Eva Matthildur Benediktsdóttir og Brynja M. Brynjarsdóttir. Hægri röð: Halldór Árni Þorgrímsson, Ásgeir Hilmarsson, Gunnar Árnason og Ólafur Freyr Jónasson

Fimmtudaginn 23. mars sl. var haldinn skólafundur í Framhaldsskólanum á Húsavík undir yfirskriftinni „Geðheilsa í skólum‟. Skólafundurinn var fyrir alla nemendur FSH og nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla, hluti af geðræktarári FSH. Þingeyingurinn Aðalbjörn Jóhannsson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ var fenginn til að leiða skólafundinn ásamt útskriftarnemendum af Félags- og hugvísindabraut. Skólafundurinn byrjaði með erindi Aðalbjarnar um geðheilsu ungmenna en síðan gátu nemendur tekið þátt í þremur hálftíma löngum umræðuhópum þar sem fjallað var m.a um sjálfsmynd, fordóma og geðheilsu í skólum. Eftir hópastarfið tók Aðalbjörn saman efni umræðuhópanna ásamt nemendum. Nemendur voru ánægðir með skólafundinn og töldu sig hafa haft gagn af honum.

Nemendurnir voru fengnir að hringborðinu til þess að segja sína skoðun á þessu málefni.

Nánar er fjallað um niðurstöðurnar í prentútgáfu Skarps.

- Skarpur, 30. mars 2017

 

Nýjast