Gassprenging í einbýlishúsi á Akureyri

Einbýlishús úr timbri við Hrafnabjörg á Akureyri er stórskemmt ef ekki ónýtt eftir að upp kom þar eldur nú fyrir stundu, þegar gassprenging varð inni í húsinu. Einn maður var inni í húsinu þegar sprengingin varð, hann komst út af sjálfsdáðum en var fluttur á sjúkrahús með brunasár. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl. 10.00 í morgun og þegar það kom á staðinn var þar eldur og lagði mikinn reyk upp úr þaki hússins. Slökkvistarf stendur enn yfir.

Höggið vegna gassprengingarinnar var svo mikið að járnplötur á þaki hússins gengu upp. Þá lagði mikinn reyk yfir nærliggjandi hús m.a. í Kringlumýri.

Nýjast