Gasmælingar á Glerárdal

Starfsmenn SORPU og Mannvits voru við afkasta- og gæðamælingar á urðunarstaðnum á Glerárdal nýlega. Að sögn Bjarna Hjarðar yfirverkfræðings SORPU sýna mælingar að safna megi töluverðu magni af hauggasi á Glerárdal, en meta þurfi nákvæmar heildarmagn og hversu mikill hluti þess er vinnsluhæfur á hverjum tíma.  

Hver nýting á gasinu verður er ekki hægt að segja um nú, en til samanburðar hreinsar SORPA ámóta magn hauggass yfir í vistvænt bifreiðaeldsneyti fyrir um 1000 bíla.

Nýjast